18.6.2007 | 22:05
Fyr má nú aldeilis firvera
Davíð fékk 200.000 kr launahækkun. Ég sem öryrki hafði á síðata ári kr. 99.000 eftir skatta. Að vísu tók ég upp á því að kvænast aftur ( eftir að hafa verið fráskilinn í 17 ár.) árið 2001. Fyrir þann tíma hafði ég meiri ráðstöfunartekjur sem einhleipingur. Konan hefur einnig tekjur. Ég reikna með að kona Davíðs hafi líka tekjur . Núna fæ ég kr. 105.000 eftir skatta en fasteignagjöldin hirða mismuninn. Ég þarf ekki að segja hvað aðrar hækkanir hafa að segja. Tryggingar og verðbólga, seðilgjöld og öll þjónusta bankanna. Ég hef verið með greiðsluþjónustu í bankanum mínum. En þarf alltaf að fylgjast með að bankinn geri skil. Ég held að ég fari að gera þetta bara í heimabankanum mínum . En þar sem ég er orðin 66 ára hélt ég að það væri betra að láta bankann um þetta. Samt hefur bankinn gleymt að greiða afnotagjöld sjónvarpsins allt upp í 4 mánuði. En bankinn hefur ekki látið mig bera kostnað. En ég hef þurft að fylgjast með öllum greiðslum . Hef stundum dvalið í útlöndum í allt að 3 mánuði. Og verð að fylgjat með að bankinn standi í skilum. Ef til vill er ég ekki í réttum banka. Eins vil ég vekja athygli á að reikningar frá ýmsum stofnunum berast stundum tvívegis og svo er bara sagt . Afsakaðu þetta er tölvunni að kenna. Manneskjan sem matar tölvuna á að hafa heila . Tölvan matar ekki heilalaust fólk. Ég tek því ekki mark á því þegar manneskjan segir mér í símanum að um mistök í tölvunni sé að ræða..
Gott í bili.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.4.2006 | 18:58
Fyrsta bloggfærsla
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Réttllæti og ranglæti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar